Brúin milli bókar og reynslu
eitt kvöld var ég fullur af hugsanafjöld
um fall mitt á æskunnar tilveruprófi
ég sá eftir mörgu sem gert hef ég áður
og fátt var þar verkið sem fór fram í hófi...
ég hef drukkið og reykt og líkamann skaðað
en heili minn virkur hann byrjaði að muna
hvernig líf mitt var áður en ruglið mitt hóf sig
endinn mig dreymdi en tókst ei að gruna...
sem barn eitt í byrjunarskóla míns lífs
bókin var vinur sem dugði mér æ
en nú veit ég meira um lífið og mig
með bók verður reynsla mín lítil sem ég næ...
því settist ég niður þetta breytingakvöld
þreyttur en glaður ég ritaði ljóð
hvernig líf mitt skildi verða mér betra og meira
um manninn sem reynsluveg ánægður tróð...
...
ef vildi ég vita um samband tveggja vina
væru sálfræðikenningar eflaust mér nægar
en bókin myndi aldrei kenna mér kærleika
hvernig tiltal frá vini gerir kvalirnar þægar...
ef vildi ég vita um mjúka snertingu ástar
væru bækur um rafboð mér líklega nægar
en með þeim finn ég ekki fiðringinn koma
né friðinn í mér þegar hjartað slær hægar...
ef vildi ég vita um mér ókunnug lönd
væru landabréf nægileg uppsláttarrit
en landslagið lyktin og líðan þar úti
liggja ekki í bréfum né kortanna lit...
ef vildi ég finna hve náttúran er falleg
faldar í bókum eru ótalmargar myndir
en þrívíða sýn mín á fjallanna fegurð
finnast ekki í ritum um ferskleikalindir...
ef vildi ég kynnast fleira fólki í heimi
finn ég rit mörg um fjölbreyttar þjóðir
öll fögru ritin færa mig ekki til þeirra
frekar vil ég dvelja við hirðingjahlóðir...
...
margt er hægt að lesa út úr bókanna bleki
en brúin milli bókar og reynslu er breið
viljir þú upplifa heiminn og hans speki
hafðu þig á loft og gakktu lífsins leið...
um fall mitt á æskunnar tilveruprófi
ég sá eftir mörgu sem gert hef ég áður
og fátt var þar verkið sem fór fram í hófi...
ég hef drukkið og reykt og líkamann skaðað
en heili minn virkur hann byrjaði að muna
hvernig líf mitt var áður en ruglið mitt hóf sig
endinn mig dreymdi en tókst ei að gruna...
sem barn eitt í byrjunarskóla míns lífs
bókin var vinur sem dugði mér æ
en nú veit ég meira um lífið og mig
með bók verður reynsla mín lítil sem ég næ...
því settist ég niður þetta breytingakvöld
þreyttur en glaður ég ritaði ljóð
hvernig líf mitt skildi verða mér betra og meira
um manninn sem reynsluveg ánægður tróð...
...
ef vildi ég vita um samband tveggja vina
væru sálfræðikenningar eflaust mér nægar
en bókin myndi aldrei kenna mér kærleika
hvernig tiltal frá vini gerir kvalirnar þægar...
ef vildi ég vita um mjúka snertingu ástar
væru bækur um rafboð mér líklega nægar
en með þeim finn ég ekki fiðringinn koma
né friðinn í mér þegar hjartað slær hægar...
ef vildi ég vita um mér ókunnug lönd
væru landabréf nægileg uppsláttarrit
en landslagið lyktin og líðan þar úti
liggja ekki í bréfum né kortanna lit...
ef vildi ég finna hve náttúran er falleg
faldar í bókum eru ótalmargar myndir
en þrívíða sýn mín á fjallanna fegurð
finnast ekki í ritum um ferskleikalindir...
ef vildi ég kynnast fleira fólki í heimi
finn ég rit mörg um fjölbreyttar þjóðir
öll fögru ritin færa mig ekki til þeirra
frekar vil ég dvelja við hirðingjahlóðir...
...
margt er hægt að lesa út úr bókanna bleki
en brúin milli bókar og reynslu er breið
viljir þú upplifa heiminn og hans speki
hafðu þig á loft og gakktu lífsins leið...
Var að horfa á Good Will Hunting. Sú mynd kveikti gjörsamlega í mér og fyllti mig þvílíkri andagift - þetta er afrakstur hennar :)