Brottför
Ég skildi við þig í tárum,
rautt skin sólarinnar öskraði á mig að snúa við,
himinninn grét með þér, tár hans þöktu framrúðuna
en ég þurrkaði þau af jafnharðan
og ég óskaði þess
að það væru þín tár,
þín kinn,
sem ég stryki,
þerraði.
 
Guðjón Bjarni
1989 - ...


Ljóð eftir Guðjón Bjarna

Brottför
Ratleikur
Þú og ég
Við
Tregafullt ástarljóð með jólaþema, fullt af fortíðarþrá. (Manstu?)
Ástarsaga
Halelúja
Óróleg