Tregafullt ástarljóð með jólaþema, fullt af fortíðarþrá. (Manstu?)
Manstu þegar við sátum saman
við eldinn ég og þú?
Sáum logana leika við ljósan viðinn
dansa, leika sér.
Manstu eftir jólatrénu
sem við skreyttum hátt og lágt?
Settum kúlur að neðan og engil á toppinn
stráðum englaryk’ yfir allt.
Manstu eftir hvíta snjónum
sem féll hægt til jarðar?
Veltum okkur saman og bjuggum til engla
og fórum í snjókast.
Manstu fyrstu jólin okkar
sem við áttum ég og þú?
Sátum tímunum saman og gerðum ekki neitt
nem’ að vera til.
Ég man jólin þau
man svo vel
neita að gleyma
gleym’ ekki þér.
við eldinn ég og þú?
Sáum logana leika við ljósan viðinn
dansa, leika sér.
Manstu eftir jólatrénu
sem við skreyttum hátt og lágt?
Settum kúlur að neðan og engil á toppinn
stráðum englaryk’ yfir allt.
Manstu eftir hvíta snjónum
sem féll hægt til jarðar?
Veltum okkur saman og bjuggum til engla
og fórum í snjókast.
Manstu fyrstu jólin okkar
sem við áttum ég og þú?
Sátum tímunum saman og gerðum ekki neitt
nem’ að vera til.
Ég man jólin þau
man svo vel
neita að gleyma
gleym’ ekki þér.