Örvilnun skýjaglópana.
Við búsett erum á barmi eyðileggingar.
Ekki lengur ganga strætin fámál um
með þagmælsku ástar og vonarblossa.
Heldur ryðjast kveðjukransar fram,
sveiflandi sér á milli blóðlausra tvífættlinga,
með góðmennsku sinni hugsa um þá sem féllu;
mannsbörn, fulltíða vonleysing,
jafnt sem hinum háaldraða og arkandi úrtölumanna;
utangarðsmæður, feður, bræður og dætur,
skyldug tæta nú í sig tóm og neind.
Marséra og skjögra ásamt vitundarleysi,
flónsku og yfirvofandi búsetu
í núverandi sorta komandi frá skýjarústum,
fyllt með háskólamenntuðum gálgasmiðum.
Stolt og örugg við fyllum þá stöður,
þar sem hinn Háttsetti leikur okkur grátt.
Snöruna snúum tífallt um háls barnanna
og syngjum sæl yfir grátsekkanna
sem frá svo smáu hljóða svo hátt.
Svo fölsk eru orðin; svo fölsk erum við.
Undir fölsku flaggi hóf maðurinn stríð við frið.
Ekki lengur ganga strætin fámál um
með þagmælsku ástar og vonarblossa.
Heldur ryðjast kveðjukransar fram,
sveiflandi sér á milli blóðlausra tvífættlinga,
með góðmennsku sinni hugsa um þá sem féllu;
mannsbörn, fulltíða vonleysing,
jafnt sem hinum háaldraða og arkandi úrtölumanna;
utangarðsmæður, feður, bræður og dætur,
skyldug tæta nú í sig tóm og neind.
Marséra og skjögra ásamt vitundarleysi,
flónsku og yfirvofandi búsetu
í núverandi sorta komandi frá skýjarústum,
fyllt með háskólamenntuðum gálgasmiðum.
Stolt og örugg við fyllum þá stöður,
þar sem hinn Háttsetti leikur okkur grátt.
Snöruna snúum tífallt um háls barnanna
og syngjum sæl yfir grátsekkanna
sem frá svo smáu hljóða svo hátt.
Svo fölsk eru orðin; svo fölsk erum við.
Undir fölsku flaggi hóf maðurinn stríð við frið.