Þróttleysi
Ég vildi svo gjarnan verjast.
Þó verður mér á að kvarta.
Ó, guð minn! Þaggaðu grátinn.
Þú gafst mér of viðkvæmt hjarta.
Ég hef ekki þrótt, sem hjálpar
og hlekkjunum varizt getur.
Yfir mig fellur ísinn
og örlagaþungans vetur.
Ó, guð! Þeir heyra mig gráta,
ég get ekki borið hlekki.
Grafðu mig dýpra í gaddinn,
svo gráturinn heyrist ekki!
Þó verður mér á að kvarta.
Ó, guð minn! Þaggaðu grátinn.
Þú gafst mér of viðkvæmt hjarta.
Ég hef ekki þrótt, sem hjálpar
og hlekkjunum varizt getur.
Yfir mig fellur ísinn
og örlagaþungans vetur.
Ó, guð! Þeir heyra mig gráta,
ég get ekki borið hlekki.
Grafðu mig dýpra í gaddinn,
svo gráturinn heyrist ekki!
Úr Söngvum förumannsins frá 1918.