Sjónarhorn skuggsælla engla í sorgarklæðum.
Líksnyrtirinn slóttugi leynir því vel
er við samstíga glaðlynd blæðum,
yfir andstuttri áferð af langfölum her,
englakór falinn í stríðsáklæðum.
Í miðjum víxlsöng ofar hnugginn fer
nötrandi í grimmum rafmagnsstólum,
forhert við stígum hærra´ en vera ber,
og senn ber títt að huldnum tröllatárum.
Og árum við leyfum að skartast í þér
í fásinnu roknahögg lífið rekum,
sem og barnið brotnar sem örmagna gler,
í dvala nú flykkjumst með hrörnandi gárum.
Og til þess að fegra þitt hrjóstruga él
veljum við leið meðfram bannsettum fljótum,
þau geysa´ okkur þangað sem allt og ekkert er,
í guðdómsríki grátum í undirheimum.
er við samstíga glaðlynd blæðum,
yfir andstuttri áferð af langfölum her,
englakór falinn í stríðsáklæðum.
Í miðjum víxlsöng ofar hnugginn fer
nötrandi í grimmum rafmagnsstólum,
forhert við stígum hærra´ en vera ber,
og senn ber títt að huldnum tröllatárum.
Og árum við leyfum að skartast í þér
í fásinnu roknahögg lífið rekum,
sem og barnið brotnar sem örmagna gler,
í dvala nú flykkjumst með hrörnandi gárum.
Og til þess að fegra þitt hrjóstruga él
veljum við leið meðfram bannsettum fljótum,
þau geysa´ okkur þangað sem allt og ekkert er,
í guðdómsríki grátum í undirheimum.