Öskur veruleikans
Öskra en fæ ekkert svar,
yfirþyrmandi þörf fyrir vitneskju sem enginn þarf á að halda.
Úrvinnsla úr hugsunum sem eru óskiljanlegar,
hvaðan þær koma er algjör ráðgáta.
Þörfin fyrir að gera eitthvað, vita eitthvað, segja eitthvað
vex með hverjum andardrætti.
Líkaminn og sálin öskra eftir svörum en það heyrir enginn,
en um leið þá fara skynfærin af stað,
hrein og tær orka, gæsahúð sem umlykur líkamann,
ótrúleg vellíðan umlykur allt sem á vegi þess verður.
Ótrúleg skynjun fyrir bæði líkama og sál.
Öskur veruleikans er biturt en sætt
Spurningar vakna en engin svör fást
Það hrífur mann áfram í leit að svörum
Þörf fyrir að bæta sig og aðra styrkir okkur
Það yfirbugar allt annað og róar líkama og sál.
Skynjar þú veruleikann eins
Það væri gott, því þá er þetta eðlilegt.
En er það eitthvað betra,
er ekki gott að hafa breytileika í tilverunni,
að skynjun okkar sé öðruvísi,
útrás okkar sé ekki í gegnum sama veruleika,
Ef að allir lifðu í sama veruleika,
þá væri veröldin önnur, betri eða verri,
við vitum ekkert um það en við búum öll til okkar veruleika
út frá okkar eigin skynjun á honum,
það er ákvörðun okkar hvernig sá veruleiki á að vera.
Öskur veruleikans er biturt en sætt
Spurningar vakna en engin svör fást
Það hrífur mann áfram í leit að svörum
Þörf fyrir að bæta sig og aðra styrkir okkur
Það yfirbugar allt annað og róar líkama og sál.
yfirþyrmandi þörf fyrir vitneskju sem enginn þarf á að halda.
Úrvinnsla úr hugsunum sem eru óskiljanlegar,
hvaðan þær koma er algjör ráðgáta.
Þörfin fyrir að gera eitthvað, vita eitthvað, segja eitthvað
vex með hverjum andardrætti.
Líkaminn og sálin öskra eftir svörum en það heyrir enginn,
en um leið þá fara skynfærin af stað,
hrein og tær orka, gæsahúð sem umlykur líkamann,
ótrúleg vellíðan umlykur allt sem á vegi þess verður.
Ótrúleg skynjun fyrir bæði líkama og sál.
Öskur veruleikans er biturt en sætt
Spurningar vakna en engin svör fást
Það hrífur mann áfram í leit að svörum
Þörf fyrir að bæta sig og aðra styrkir okkur
Það yfirbugar allt annað og róar líkama og sál.
Skynjar þú veruleikann eins
Það væri gott, því þá er þetta eðlilegt.
En er það eitthvað betra,
er ekki gott að hafa breytileika í tilverunni,
að skynjun okkar sé öðruvísi,
útrás okkar sé ekki í gegnum sama veruleika,
Ef að allir lifðu í sama veruleika,
þá væri veröldin önnur, betri eða verri,
við vitum ekkert um það en við búum öll til okkar veruleika
út frá okkar eigin skynjun á honum,
það er ákvörðun okkar hvernig sá veruleiki á að vera.
Öskur veruleikans er biturt en sætt
Spurningar vakna en engin svör fást
Það hrífur mann áfram í leit að svörum
Þörf fyrir að bæta sig og aðra styrkir okkur
Það yfirbugar allt annað og róar líkama og sál.