Ást
Ég stekk milli regndropanna
til að blotna ekki.
Þú sagðist elska mig meir þegar rignir.
Þá getum við legið saman
og hlustað á regnið
bylja á bárujárnsþakinu.
Látum regnið um að tala.
Hvernig get kemst ég nær þér
án þess að eiga það á hættu
að detta innan í þig?
En þegar betur er að gáð
væri það kannske ekki svo slæmt.
Þá gætum við andað saman
lifað saman
elskað saman.  
Rúna Vala
1984 - ...


Ljóð eftir Rúnu Völu

Ást
Í vinfengi við tímann
Myndirðu fella tár?
Ljósaskipti
Hættustund