Ljósaskipti
Það er nótt.
Jörðin sefur
og andar þungt.

Sólin gægist
ofur varlega
upp úr sjónum.

Stígur hærra
og kastar geislum
yfir grund.

Verur jarðar
vakna á ný,
nudda stýrur úr augum.  
Rúna Vala
1984 - ...


Ljóð eftir Rúnu Völu

Ást
Í vinfengi við tímann
Myndirðu fella tár?
Ljósaskipti
Hættustund