Ástarsaga
Það var kvöld eitt, ég gekk hér um bæinn,
fór einn niður á bryggju og grét.
Það var með sorg sem ég horfði yfir sæinn,
búinn að gleyma hvað hún hét.

Ég vissi að ég fengi hana ei aftur,
hún var mér töpuð, týnd, dulin.
Í bænum mig skildi ekki kjaftur,
mín angist var þeim öllum hulin.

Ég sit hér á bryggjunni og græt enn,
bið tímann að lækna mín sár.
Ég vona að biðin á endanum sé senn,
hér hef ég setið í ótalmörg ár.

Hún situr mér svo ferskt í minni,
situr sem fastast í því.
Nú held ég að mál sé að linni,
ég steypi mér úthafið í.

Með sér mig aldan hrífur,
dregur mig langt út á haf.
Ég veit ekki hve langt hún drífur,
ég steypist á bólakaf.

Í friði og ró ég veltist,
sjávarins örmum í.
Það var ei til einskis ég eltist,
því ást mína sé ég á ný.
 
Guðjón Bjarni
1989 - ...


Ljóð eftir Guðjón Bjarna

Brottför
Ratleikur
Þú og ég
Við
Tregafullt ástarljóð með jólaþema, fullt af fortíðarþrá. (Manstu?)
Ástarsaga
Halelúja
Óróleg