Fórnir ástarinnar
Frá náttúrunnar hendi hef ég náðargjöf, svo sterka
nefnist þessi gjöf að elska, ást
gaf hann Drottinn Guð mér kosti slíka að geta elskað, en af völdum þess, að þjást.

Til hvers yrði tilfinning, svo sterkleg
til að valda sársauka og kvöl ?
Nei, til að þjást, þá verður þú að elska
þó með því kallir yfir þig þá böl.

Vertu ein, og aldrei vertu ánægð
verið tvö, og finnið samkennd þá
þó þetta endi, allt mun taka enda
er það þess virði, trúðu mér, ójá.





 
Eyrún
1987 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Hatur lífsins
Who feels love ?
Kveddu heiminn
I am so dirty..
Fórnir ástarinnar