Blængar blámans
Fjórir blængar á bláum
nóvemberhimni
gamna sér við jarpan
fálka
líkt og ekkert sé
eðlilegra

líklega hafa þeir
nýlokið sér af
við hálfhvíta rjúpu?

Skyldu þeir fyrst
hafa fengið sér
súpu?
 
Hrafn Andrés Harðarson
1948 - ...


Ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson

Týnda ljóðið
Augu steina
Haust
De Profundis
Blængar blámans
Ekkert rugl þar