Blái trefillinn
Þú veist ekki
að stundum
þegar ég er að koma heim
þá stoppa ég í bílakjallaranum.

Sit í bílnum í tíu mínútur, korter.
Hugsa kannski,
öskra kannski.

Held þá fyrir öskrin með treflinum
sem þú gafst mér
og bind hann svo aftur um hálsinn.
 
svarthildur
2008


Ljóð eftir svarthildi

Helvítis
Og
mistök ?
Þögn
Blái trefillinn
Eitt kvöld