

Ört svífa gleðiópin
um barnaheim
og kitla hár í stórum nefum álfgervinga
Vopn upp rifin
stuttir puttar
skera á fíngert útlit álfaveru í vígahug
Upp með hugan
minn krakkaher
og varist blómlega angan álfahættunnar
Hróp fylla himinn
stríðunnendur
skellið saman sverðum gegn álfaverum
Þögn við tekur
fallnir krakkar
flatmaga í rauðleitu grasi undan álfheim
Grát hljótt heyrist
ekkasog eins
meðal fallinna herkrakka situr álfur
Eitt það hljóðar
lífið í kring
með menn og álfaverur sitjandi í hring
hlæjandi, brosandi, glaðbeitt að sjá
aðeins leikur var hér á stjá
um barnaheim
og kitla hár í stórum nefum álfgervinga
Vopn upp rifin
stuttir puttar
skera á fíngert útlit álfaveru í vígahug
Upp með hugan
minn krakkaher
og varist blómlega angan álfahættunnar
Hróp fylla himinn
stríðunnendur
skellið saman sverðum gegn álfaverum
Þögn við tekur
fallnir krakkar
flatmaga í rauðleitu grasi undan álfheim
Grát hljótt heyrist
ekkasog eins
meðal fallinna herkrakka situr álfur
Eitt það hljóðar
lífið í kring
með menn og álfaverur sitjandi í hring
hlæjandi, brosandi, glaðbeitt að sjá
aðeins leikur var hér á stjá