Elsku besta mamma
Elsku besta mamma,
ef til væri keppni þar sem dæmt væri um,
duglegustu, sterkustu og sjálfstæðustu mæðurnar,
myndir þú vinna titilinn fyrirvaralaust.

Þú ert mér innblástur
í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.

Þú hefur varið með mér
þínum gleði-og sorgarstundum.

Þú hefur kætt mig,
á tímum þegar mér leið illa.

Þú hefur kennt mér margt,
um lífið, tilveruna og tilgang okkar allra.

Þú ert minn tilgangur.

Þú hefur mótað mig
að þeirri manneskju sem ég er í dag.

Þú hefur sagt mér
að ég eigi skilið gott líf og góða hluti.

Þú ert vingjarnlegasta,
fallegasta og frábærasta manneskjan í lífi mínu.

Þú gerir mig heila,
án þín væri líf mitt tómt og innihaldslaust.

Þú fullkomnar mig.

Ég hef og mun ætíð elska þig.
Meira en sólina, skýin og grænbláan sjóinn.
Meira en loftið, grasið og ljósbláan himinn.

Þú ert mín móðir,
mín vinkona,
minn demantur.


Þú átt þér enga aðra líka,
elsku besta mamma.  
Aldís
1993 - ...


Ljóð eftir Aldísi

Jólin eru skemmtileg!
Eitthvað sem ég skálda
Lífið
Elsku besta mamma