

Ég horfi upp í bláan himin
og yfir blátt haf
sem breiðast út í kyrrð
í augum þínum
Enginn flýgur eins hátt og örn,
kafar eins djúpt og skata
og flýr
beiskan lofthjúp jarðar
En líti ég djúpt í augun bláu
finn ég þar
kristalsljóma
sem býður mér að lauga sálina
í bláum augum þínum
og yfir blátt haf
sem breiðast út í kyrrð
í augum þínum
Enginn flýgur eins hátt og örn,
kafar eins djúpt og skata
og flýr
beiskan lofthjúp jarðar
En líti ég djúpt í augun bláu
finn ég þar
kristalsljóma
sem býður mér að lauga sálina
í bláum augum þínum