Fimmta árstíðin
Vordagur kastar kveðjukossi sínum,
og sumar,
haust,
vetur...
hver árstíð heillar sál mína
á sinni eigin sýningu
og ég átta mig á tilvist
fimmtu árstíðarinnar
þar sem
eins og blóm teygir sig upp
opnar sig til að taka á móti
skini frá sólinni
og bjarma frá jörðinni
mýkjast allar taugar mínar
verða næmari í viðtöku
fljótandi orð í loftinu
og dulin við vegarkant
Í safnhaug fljúga orðin,
eitt af öðru
sálarnæring mín
á fimmtu árstíðinni,
innra með mér
og sumar,
haust,
vetur...
hver árstíð heillar sál mína
á sinni eigin sýningu
og ég átta mig á tilvist
fimmtu árstíðarinnar
þar sem
eins og blóm teygir sig upp
opnar sig til að taka á móti
skini frá sólinni
og bjarma frá jörðinni
mýkjast allar taugar mínar
verða næmari í viðtöku
fljótandi orð í loftinu
og dulin við vegarkant
Í safnhaug fljúga orðin,
eitt af öðru
sálarnæring mín
á fimmtu árstíðinni,
innra með mér