

Sumarkvöld stillt,
sjórinn er spegill
Himinninn hulinn skýjablúndu
leysist upp í spegilmynd sína
Kvöldloft lygnt,
sjórinn er jaði
mjólkurhvítur og blágrænn
með regindjúpan ljóma sinn
Tætt mynd heimsins
er heil í kvöld, þessa stund
og græðir sárin
í sálum manna
Kvöldhúm milt
Jökull er skuggamynd,
sveimar yfir sjónarrönd
Allir strengir stilltir saman í húminu
sjórinn er spegill
Himinninn hulinn skýjablúndu
leysist upp í spegilmynd sína
Kvöldloft lygnt,
sjórinn er jaði
mjólkurhvítur og blágrænn
með regindjúpan ljóma sinn
Tætt mynd heimsins
er heil í kvöld, þessa stund
og græðir sárin
í sálum manna
Kvöldhúm milt
Jökull er skuggamynd,
sveimar yfir sjónarrönd
Allir strengir stilltir saman í húminu