Gamli bærinn
Gamli bærinn, með tapas og bacalá að norðan
þar sem borð og stólar um stéttar
eru á þröngum stígum,
með matarlykt, er bærist um andrúm -
þar sem sólin heitast skín, og án miskunnar
skellur á sólþreyttum Spánar niðjum. -
Þar sem sígaunar falbjóða sínar vörur,
svo og marga aðra misgóða þjónustu.
Og út um glugga greinir þú, hvar
gamli skóli lífsins, með flamenco
með tónum, ungum kúnstir sínar kennir.
Þar á götu úti gamall bekkur er,
svo og aldnir hvíla lúin bein
undir visnu tré, er geymir aldin cítrus.--
Og gamlir bílar silast um og úr sér spúa eitureim
yfir ofur-kristið fólk, sem ei við vörnum kemur.
Þar og kirkjan trónir, í hæðum hæst -
þar guði næst, sem og mögulegt er
og útsýnið er og allra best -
til að þóknast herranum ofar, -- uppi.
Þar er mannlífið um aftanbil, á síestunni,
á sér hægir, og skuggabarir fyllast
af señorum og señoritum í
leit að félagsskap, og tinto de verano.
Þá í dulúð rökkurs
úr skápum verur skríða -- hvorugskyn
og bláir, rauðir, barir opna -
þar vín, og losti, og kenndir, fara á kreik.
Gamli bærinn horfir á og spáir ekkert
í framtíðina -
þetta er það sem hann sjálfur hefur mótað.
þar sem borð og stólar um stéttar
eru á þröngum stígum,
með matarlykt, er bærist um andrúm -
þar sem sólin heitast skín, og án miskunnar
skellur á sólþreyttum Spánar niðjum. -
Þar sem sígaunar falbjóða sínar vörur,
svo og marga aðra misgóða þjónustu.
Og út um glugga greinir þú, hvar
gamli skóli lífsins, með flamenco
með tónum, ungum kúnstir sínar kennir.
Þar á götu úti gamall bekkur er,
svo og aldnir hvíla lúin bein
undir visnu tré, er geymir aldin cítrus.--
Og gamlir bílar silast um og úr sér spúa eitureim
yfir ofur-kristið fólk, sem ei við vörnum kemur.
Þar og kirkjan trónir, í hæðum hæst -
þar guði næst, sem og mögulegt er
og útsýnið er og allra best -
til að þóknast herranum ofar, -- uppi.
Þar er mannlífið um aftanbil, á síestunni,
á sér hægir, og skuggabarir fyllast
af señorum og señoritum í
leit að félagsskap, og tinto de verano.
Þá í dulúð rökkurs
úr skápum verur skríða -- hvorugskyn
og bláir, rauðir, barir opna -
þar vín, og losti, og kenndir, fara á kreik.
Gamli bærinn horfir á og spáir ekkert
í framtíðina -
þetta er það sem hann sjálfur hefur mótað.