 Sólarupprás kl rúmlega níu
            Sólarupprás kl rúmlega níu
             
        
    Eitt lítið tóm
og myrkrið svo mjúkt
áður en nótt dagar uppi
og skýin hátt og snjallt
tilkynna komu sólar.
Eftir rauðum dregli
er lagður er snjóföl
gengur svo sólin með hirð sinni
niður heiðina
og heilsar hneigjandi húsunum.
og myrkrið svo mjúkt
áður en nótt dagar uppi
og skýin hátt og snjallt
tilkynna komu sólar.
Eftir rauðum dregli
er lagður er snjóföl
gengur svo sólin með hirð sinni
niður heiðina
og heilsar hneigjandi húsunum.

