Óróleg
Óróleg, iðjulaus
langar að fara
þrái að komast í burt

Ég hitt‘ ann hér, fann mitt sjálf
dyljast að innan
Hann er eins og spegilmynd mín

En ég verð að komast burt
fljúg‘ ein upp í loft
Get ég fellt öll mín tár til jarðar
svo þau berist til þín?

Óróleg, eins og hann
ég veit hann eltir
Nú er hann veit ég er til

Ekki ein, ekki tvö
Erum eins og hvort annað
Er staðsett á sitthvorri hlið

Hnattarins, ó, svo langt.
Það er ekki betra
Nú er ég veit þú ert til.

En ég verð að komast burt
fljúg‘ ein upp í loft
Get ég fellt öll mín tár til jarðar
svo þau berist til þín?

Þú veist af mér, ég veit af þér
en við göngum ei lengra
því það er ekki rétt.

Óróleg, við erum brjáluð
Leikum að eldi,
höfum engu að tap‘ eða ná.

En ég verð að komast burt
fljúg‘ ein upp í loft
Get ég fellt öll mín tár til jarðar
svo þau berist til þín?
 
Guðjón Bjarni
1989 - ...


Ljóð eftir Guðjón Bjarna

Brottför
Ratleikur
Þú og ég
Við
Tregafullt ástarljóð með jólaþema, fullt af fortíðarþrá. (Manstu?)
Ástarsaga
Halelúja
Óróleg