Hugarangur.
Nóttin vakir og dagurinn sefur,
Þögnin bergmálar í vindinum.
Samt lemur hjartað hann að innan.

Brjóstið er við að bresta upp,
hendur hans hvíla fast á því.
Eins til að færa það aftur í tíma.

Til stundarinnar áður en ástin vaknaði,
Þegar hjartað þekkti aðeins gleði,
og losti og þrá þekktu það ekki.

Sama hvernig fingurnir merja holdið,
í veikri tilraun til að sefa draumana,
þá slær hjartað ógnarfast.

Dagurinn vaknar og nóttin sofnar.
Hugur hans er sem albúm,
gleymdra mynda.

Mynda sem geymdu líf hans.
Margar voru í lit aðra sarthvítar.
Sumar teknar að tærast í sundur.

Hann lokar albúminu varlega.
Felur hjartahöggin í söng amstursins
og ber sig vel.
 
Nagaður
1981 - ...


Ljóð eftir Nagaðan

Sögustund
Hugarangur.
Ljóð um ást.
Sjónvarpið.
Æskudraumur.