Æskudraumur.
Í koddann hann grætur nóttin er löng.
Móðirin að vinna, faðirinn fullur.
Lætin úr eldhúsinu fylla höfuð hans,
hver sopi föður hans lemur sig í gegnum augum.

Sársaukinn nístir hjarta hans sem dælir vonbrigðum.
Óttinn altekur huga hans, kvíðinn er sæng hans og
vonbrigðin koddi. Á morgun er nýr dagur
 
Nagaður
1981 - ...


Ljóð eftir Nagaðan

Sögustund
Hugarangur.
Ljóð um ást.
Sjónvarpið.
Æskudraumur.