Kveðja til Mömmu.
Mamma mamma ekki gráta,
þeir bíða allir eftir mér,
englar Guðs og Jésú líka,
allir taka vel á móti mér.

Í þínu hjarta mun ég alltaf búa
og vaka yfir þér.

Ég veit það líka að aldrei
munt þú gleyma mér.

Guð gaf mér vængi,
og baug líka,
svo komist ég niður til þín,
til að kyssa vanga þinn um hverja nótt
svo sofir þú ávallt vært og rótt.

Nú ljósið kallar,
og ég kveð þig mamma

En mamma mamma,
ekki gráta,
ég mun bíða eftir þér. 
Jakobína Anna Magnúsdóttir
1986 - ...
*Til móður sem ég þekki lítið,
um lítin dreng sem ég þekkti aldrei*

2.3.2009


Ljóð eftir Jakobínu

Kveðja til Mömmu.
Magnús Joseph
Gelgjuárin.