

Appelsínugult var herbergið
svartur spilastokkur lá þar á gólfi
ég tók upp eitt spil og lagði spaðann á borðið
það voru engar tölur á spilinu sem ég dró
en þegar ég hugsaði um tölur fóru þær á spilið
hugsaði ég þá um daginn sem ég dey
og sú tala var löngu liðin
svartur spilastokkur lá þar á gólfi
ég tók upp eitt spil og lagði spaðann á borðið
það voru engar tölur á spilinu sem ég dró
en þegar ég hugsaði um tölur fóru þær á spilið
hugsaði ég þá um daginn sem ég dey
og sú tala var löngu liðin