Heimska mín hlaut sorg þína
Heimska mín hlaut sorg þína
og sorgina hlaust þú
sorg þín leggst á sál mína
sjá hún kvelur mig nú

Langar nætur, dimmir dagar
dagsins byrta ekki nóg
lítið sem ástand mitt lagar
leyfði ég mér að kveðja þig þó

Söknuður og tómið eitt
samt ég læt það vera
í huganum allt og ekki neitt
veit ekki hvað skal gera

Hugurinn snýst í hringi
hendist til og frá
einhver æðri svar mér syngi
syng svo ég heyra má  
Þorgerður Ólafsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Þorgerði Ólafsdóttur

Hún bankaði
einn, tveir, þrír
Heimska mín hlaut sorg þína