gullfiskur (carassius auratus)
í fiskabúri
hugans
syndir
frelsi mitt
um

hlekkjað
í sínar
eigin
hefðir

og fer
ekki neinar
frjálslegar
ferðir

um óravíddir
búrsins
sem rúma
inn huga
minn

en stara aumum
augum upp
og ígrunda
hvort fæðan
flögri ekki
brátt
inn

um himin
inn

 
Jónas í skuld
1959 - ...


Ljóð eftir Jónas í skuld

14 hnútar
ffh
gullfiskur (carassius auratus)
plástur