Það sem enginn skilur
Takk,
Fyrir að gera mér ófært að elska á ný,
og fyrir að leyfa mér aldrei að gleyma því,
hvað við áttum.

Og öllu sem þú kastaðir út um gluggann,
og sendir mig í svartann skuggann,
Með enga sál og ekkert hjarta.

Þegar ég sef þá birtist þú mér,
í hvert sinn sem ég loka augunum ert þú aftur hér,
og ég sé nú, það ert bara þú.

Það var svolítið sem ég gleymdi heima hjá þér,
og ég finn það núna að það var hjartað í mér,
ég vona að þú heyrir það slá.

Viltu fá mig aftur til þín,
því ég myndi fórna öllu til að fá þig hingað til mín,
okkur var ætlað að vera saman.

Ég veit að allir myndu segja „er ekki í lagi með ykkur?“
En síðan hvenær varðst þú svona mikill gikkur,
og hugsaðir um hvað öðrum fannst.

Þetta bókstaflega nagar mig að innan,
og það eina sem að bjargar mér er vinnan,
því það eru einu skiptin sem ég fæ mér sígó með þér.

Ég sakna þín svo mikið,
og ég hata þig fyrir að hafa mig svikið,
samt verður það alltaf þú sem ég elska fyrir vikið.
 
Ingibjört
1991 - ...


Ljóð eftir Ingibjörtu

Það sem enginn skilur
Gullið mitt
Óskin mín
Stelpa.3
En hana hann sveik.5
Örvænting.6
Draumaprinsinn minn.7
Mundu mig að eilífu.8
Enginn veit
Einu sinni var
Gamalt og grátt
Sumardagar
Við eigum ekki saman
Southern comfort í kók
Ég stend í stað
Höfuðstafurinn
Fyrsta ástin
Hvar ertu
Farðu mér frá
Mörgþúsund molar
Þú
Kanski seinna
Ástin mín eina
Fangelsi ástarinnar
Brennimerkt
Andvaka
Dagbók sársaukans
Sníkjudýr
Vonlaus
Ég mun sjá þig
Gull og gas
Langanir
Bæði og