Óskin mín
Stari út um gluggann, ég veit ekki hvað ég á að gera
ég trúi ekki að hann vilji að ég láti sig vera.
Allar spurningarnar sem koma upp í hugann.
Var ég ekki nógu góð
Var ég ekki nógu fróð
og á meðan ég ligg hér og tárinn renna
er hann myndirnar af mér að brenna?
Sagt er að ég geti fundið mér einhvern betri
en ég vil ekki vera með Palla eða Pétri.
Hann er strákurinn minn.
ég vil ekki þennan eða hinn.
Allar stundirnar okkar saman,
fannst honum aldrei nógu gaman?
Ég er ennþá sama daman
Ég trúi ekki að á einni nóttu slokkni bara á ást
ég veit ekki einu sinni hvernig ég brást
og afhverju hann er að láta mig þjást.
Ég sakna hans svo mikið,
ég hef hann aldrei svikið.
Það eina sem ég bið um, Eina óskin mín
er að hann hringi og biðji mig að koma aftur heim til sín.

Ég veit ekki hvað ég er að segja,
ég ætti heldur bara að þegja.
 
Ingibjört
1991 - ...


Ljóð eftir Ingibjörtu

Það sem enginn skilur
Gullið mitt
Óskin mín
Stelpa.3
En hana hann sveik.5
Örvænting.6
Draumaprinsinn minn.7
Mundu mig að eilífu.8
Enginn veit
Einu sinni var
Gamalt og grátt
Sumardagar
Við eigum ekki saman
Southern comfort í kók
Ég stend í stað
Höfuðstafurinn
Fyrsta ástin
Hvar ertu
Farðu mér frá
Mörgþúsund molar
Þú
Kanski seinna
Ástin mín eina
Fangelsi ástarinnar
Brennimerkt
Andvaka
Dagbók sársaukans
Sníkjudýr
Vonlaus
Ég mun sjá þig
Gull og gas
Langanir
Bæði og