

Regndropar falla
í gegnum sólargeisla
stirna eins og granateplakorn
Þeir klappa á blóm og lauf
dansa á grasfleti um hríð
og smeygja sér inn í jörð
hljótt
hvílast
þar til þeir halda heim á leið
þegar við roða morgunhimins
í gegnum sólargeisla
stirna eins og granateplakorn
Þeir klappa á blóm og lauf
dansa á grasfleti um hríð
og smeygja sér inn í jörð
hljótt
hvílast
þar til þeir halda heim á leið
þegar við roða morgunhimins
júlí 2009