Skermurinn
Ekki get ég varist því að í hvert sinn sem ég geri mér ferð í Kolaportið til þess að kaupa mér harðfisk og lyktin leggur á móti mér svo yndislega stæk að mér detti ekki gamall elskhugi minn í hug.
Reyndar var hann sá síðasti í röðinni af langtíma bólfélögum mínum og þó nokkur ár liðin frá því við slitum okkar samvistum.
En harðfisksins vegna er ekki svo auðvelt að afmá minninguna um eldheita ástarfundi í vistarverum þessa fyrrverandi unnusta míns. En hann bjó um þessar mundir í einu herbergi með aðgangi að baði í kjallaranum hjá ömmu sinni í hrörlegu húsi í miðborg Reykjavíkur
Það var smá aldursmunur á okkur honum í vil en ekki fann ég fyrir því, nema þá kannski í bólinu, en þar eyddum við megninu af tíma okkar á þessum ógleymanlega stað.
Híbýli hans voru sannkallað ástarhreiður þar sem lostinn réði ríkjum ofar öllu og ekki pælt í neinum óþarfa eins og að ganga þokkalega um. Enda óhægt um vik sökum þrengsla, þar sem ástmögur minn neyddist til að nýta herbergi sitt jafnframt sem geymslu og forðabúr.
Einna helst var það skortur á birtu sem hrjáði okkur því skerminn vantaði á eina ljósgjafann í þessu litla rými og þar sem glóandi perann skar í augun, kusum við að hafa ætíð slökkt.
Það krafðist því oft hinnar ýtrustu lipurðar að skakskjóta sér upp í rúm sér til yndisauka því allt um kring, var staflað hinum ýmsu nauðsynjavörum sem menn þurfa helst á að halda sér til lífsviðurværis.
Má þar til dæmis nefna fiskibollur sem við átum kaldar beint upp úr dósinni, kartöflustrimla einnig í dósum og ýmislegt annað matarkyns sem ekki þurfti eldunnar við.
Það var aðeins í hádeginu á sunnudögum sem svo mikið var við haft að prímusinn var dreginn fram undan rúminu og soðin ilmandi kjötsúpa sem okkur þótti jafnan hin mesti hátíðamatur.
Staflar af hreinlætisvörum stóðu svo hér og þar um herbergið og entust þær birgðir öll þau ár sem við héngum saman, að undanskildum skeinipappírnum sem endurnýjaður var reglulega eins og lög gera ráð fyrir.
Silfurskotturnar á baðgólfinu setti ég þó dálítið fyrir mig þess að byrja með.
Samt lærðist mér fljótlega að óþarfi væri að óttast þau kvikindi þar sem þær hurfu undantekningarlaust eins og unglingar sem eiga að fara út með ruslið um leið og ljósið var kveikt.
En hvar kemur þá harðfiskurinn inn í myndina? Jú, unnusti minn elskaði harðfisk næstum því jafn heitt og sjálfa mig og þess vegna þótti mér hann einnig einstaklega góður. Best fannst okkur að spæna hann í okkur í bælinu þegar við lágum þar örmagna eftir unað og erfiði ástarleikjanna og nenntum ómögulega á lappir.
Roðinu hentum við svo undir rúm þar sem það harðnaði og gegnum þurrkaðist í hitanum frá rúmstæðinu uns með tíð og tíma lagði frá því hina indælustu angan um allt herbergið

Langt er síðan sá ég hann..... En heyrt hef ég að þessi fyrrverandi ástarpungur minn sem var sannkallaður listamaður á fleiri sviðum en bólfiminn einni saman, búi ekki lengur í kjallaraholunni, - - hann hafi grætt offjár á einkaleyfi á forláta lampaskermi úr fiskroði.  
Svava Strandberg
1945 - ...


Ljóð eftir Svövu Strandberg

Sefur sól
Gatan þín.
Egill annar
Kveðja
Emblusaga
Haust
Ertu ekkert að pæla
Næturganga
Sólarkveðja
Jól
Vindurinn
Í hjartagarði
Kisu - vögguvísa
Hausttregi
Nöturheimur
Drakúla!
Ástaróður sælkerans
Nauðg-um-ferðarbrot
Vitfirrt ást
Þess vegna...
Söngkeppni
Vatnadrekinn
Goðsögnin
Logandi bál
Andlit götunnar
Jesúbæn
Strá
Æ sér gjöf til gjalda
Minning
Björkin
Ovirkni
Í ljóssporum daganna
Til þín
Ástin
Fyrirheit
Fláráður fiskur í sjó
Snúðu þér við
Stráið
Tíminn
Uppgjöf
Myndlistarneminn
Gimsteinn
Mæni ég á mánann og á móti blínir hann
Ást
Hannesarhólmi
Vangaveltur yfir sjónvarpsauglýsingu
Lífsbaráttan
Frá fíflum til fífla
Orðspor
Ástarnótt
Á jaðrinum
Mál málanna
Nafnlaust
NÍÐINGURINN
Það er há flóð á himni
Í köldum gír
Ævintýra Orabaunadósin
'Hvað í ósköpunum er hægt að kalla svona ljóð'
Í djúpum skít
Kveðja
Svo færðu mig strax úr þessum skóm!
Bardagi
Ágústnótt
Hamingjan
Skoppakringlan
MANNHATARINN!!!
Vorið
Kreppa
ILMVATNIÐ
Álög
Djákni á deiti
Elsta barnið
Elsta barnið, sönn dæmisaga handa trúlofuðum stúlkum.
Hár-list
Sumardraumur
Hausttregi
Hugarfóstur
Geggjaða glerbúrið
'Allt sem við viljum er réttlæti á jörð'
Flókaský
Bak við bláar dyr
Á enda veraldar
Ég ætla að fá mér kærasta
Á slysavaktinni
Ástardrykkurinn
Gas! Gas!
Grænir fingur
Snaginn
Súr-realismi
Blómadýrðin
Enginn og allir
Bandingi
Sturlun
Sturlun 2
Ég er orðin bæði hölt og heyrnarsljó
Haustvísa
Enginn er sá sami
Enginn er eins
Hann er síðasta sort
Mig langar
Gleðin og sorgin
Sorg og gleði
Mengun
Ilmurinn
Endurfæðingin
Kæra Zoa!
Lítill drengur
Lýgur hann??
í ljóssporum daganna
Náinn
Sæla nótt
Manstu
Krepplingarnir frá Fjallkonunni
Ég hugsa...
Hann Sigurð Þór Guðjónsson (Lag Lily Marlene)
Smáfugla kreppan
Skermurinn
Hamingjan 2
Með höfgu tári
Meðan jörðin hrýtur
Nornin
Tilveru streddirí
Sorg kóngsonarins
Uppsprettan
Haustblóm
Sannasta gleðin
Gagg-rýnandinn
Drungaský
Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
Ljós í vasa
Fæðingin
Eins og helsært dýr
Ó.R.G.
Dagurinn
Fyrsti þáttur
Ísland
Augu þín eru full tortryggni sonur minn
GUÐ BLESSI ÍSLAND!!
Ég er hræddur!
Í myrku hjarta
Í brjósti mér...
Hefndir við hæfi
Lítil blóm
Hann er...
Búðu mér ból í faðmi þínum
Rósin við veginn
Í Breiðholti
Veikt barn
Þú ert lítill...
Sjálfsmyndin.
Ég er svona frekar fúl
Hugsunaristinn
Ég fann fyrir hans...
Getur nokkur beðið um meira?
Stórt og mikið
Tító, kisinn minn
Gleði og sorg
Jóla spenna
Fortíð og framtíð
Í Sam/fara/túni
Sprang
Helvítis Ikea
Vetrarljóð
Söknuður
Ég kem til dyranna
Það er...
Systur
Öskuský
Mikið er ég á móti...
Móður ó mynd
Helmingar
Guð gefi...
Æ mér leiðist svo eitthvað!
Um ágæti þess að vera í ermalausu
Lítil strá
Krafturinn
Hrímrósir
Haustljóð
Boðskapur kirkjunnar
Faðmur þinn
Gamanyrði og gleði
Sigurður Þór Guðjónsson
Dáðavísa
Mér er óglatt af ást
Þótt þú takir lífinu létt...
Er það nokkuð undarlegt ...
Sjálfslýsing
Sam-fara-hlífar
Hugsaðu fram á við
Óráðs- síu- vísu-leir
Langa ekki að vera til
Ást á listsýningu
Ég mun fagna þér
Ást
Nótt
Lífgjöfin launuð
Hirosima númer tvö
Dagurinn
Belja á svelli
Sjálfsmynd mín er vasi
Upplifun
Hugsaðu fram á við
Rokrassagat
Yfirlýsing
Punktar
Fjarlægð
Augnablik
Söngvarinn
Sofðu litla ljónið mitt
Ég var rekin útaf
Erla, góða Erla...
Vertu þess viss...
Besta gjöfin Guði frá
Ég sit hér ein...
Þetta eru fífl
Þá komu jólin
Ódýr lausn hins huglausa til sjálfsvígs
Almyrkvi
Ljósið í myrkrinu
Í niðmyrkum draumi
Ástarnótt
'Vertu Guð faðir, faðir minn'
Sjálfsmynd mín er vasi
Gleðileg jól
í gegnum tíðina
Nýtt ár
Illska mannanna
Tíminn
Muntu elska mig enn á morgun?
Skín í gegnum tárin
Sjáfur sé
Síður sé
Ævintýrin í Ora baunadósinni.
Hvíldarþrá
Í humátt
Í humátt
Frá öðrum til eins
Að skrúfa upp dimmerinn
Hápunktur hamingjunnar
Hárkúlan
Litil blóm
Vindurinn
Sjálfssvígið
Ekta eða ekki ekta, þar er efinn.
Fingurinn
Einkennilega lúin
Ruslaralega borg
Ástin sem sáði þeim
Þitt eina ráð
Álög
Hvaða máli skiptir allt
Að skera eða ekki skera?
Æ skal gjöf til gjalda
Á mörkunum
Fyrirheit
Hausttregi
?
Reiði
Fyrirgefðu
Fullt tungl
Haust .
Haust .
Reiði
Ekkert mál
Alheimsmynd.
Guð sér allt
Myndhverfingar
Dagarnir
Fingurinn
Systra stapar
Svartnætti
Ástarvíma
Villti fuglinn
Óður til rósarinnar
Allt í kringum jörðina
Ómerkt gröf
Litlu sprotarnir
Skuldabætur
Djúpið
Húsið
Örlaganótt
Í sjöunda himni
Óskastund
Gamli maðurinn og hjartað
Blaktandi skar
Ástríða
Ég er
Auga Guðs vakir
Endurfæðingin
Tímar hafa liðið
Heimaey
Ókindin
Ský
Ský á auga
Túlípanfífl -armir
Myrkraverk á bak við tjöldin
Hugarfóstur
Rós
Gluggans-gler
Fyrir óralöngu..
Í brjóstlíkneski af mér
Nótt
Sjálfsmynd í svörtu
Þú varst...
Snjóhvít klæði svört sól
Í fjötrum
Augun þín
Ást í meinum
Ef ég aðeins...
Í þokkafullum dansi
Sólarlagið
Gegnum eilífð
Tímamót
Krafturinn
Hugsanagangur
Gildran
Stjarnan
Nú verða sagðar geðfregnir
Ást mín
Staurþursar
Aldnar einn mun sjá
Manstu
Óður innikattarins
Lítill drengur
Von
Örkin
Dimmt er yfir rúminu mínu
Herm þú mér
Huggun
Fölleit sefur sól
Dreyri af rauðum rósunum
Vor við Tjörnina
Til þín
Óður innikattarins
Einmitt þá...
Enn í huga mér
Nonni
Missir
Dimma, sorgarljóð um litla svarta kisu.
Ætti ég að slást í hópinn?
Fjólubláhvítar englablökur
EKKI OKKAR SÖK
Lýgur hann?
Horfðu upp
Nafnið
Opinberunin