Trú okkar er tál
Hvert er þitt takmark trúlausi maður
og telur þú málstað þinn réttan?
Himnaríki, helvíti, hvar er þinn staður?
Hefur þú ekkert að seigja?

Trú mín er tál, því hugur og sál
Eru takmörkun manna á valdi.
Því hugurinn breytir valdi í bál
sem brennur trúna með galdri.

Minn staður er hér á helvíti á jörð.
Hér sem kapítalistar um reika
þeir klekja á lýðnum, nota klæki og brögð
- kaldir segjast hjúkra þeim veika.

Í umvörpum koma og eigna sér alsnægðaforða.
Engin dýrð né miskunn, öll þeirra hugsun er tál.
Hér er ekkert nema ískalt auðvald með bláan borða
og baráttan um auðinn sem fyrnir þeirra sál.

Sálin verður sjúk, sjúk í bæði völd og auð
og í sigurvilja hans býr þrotlaus kraftur.
Að endingu mun hún ekki vera lifandi né dauð
og aldrei mun hún þangað snúa aftur.

Eldur læðist út um allt
endalausir logar.
Hörundið er hrjóstrugt þvalt
er helvíti í þá togar.

 
Tryggvi R.
1983 - ...


Ljóð eftir Tryggva R.

Trú okkar er tál
Sjálfstæðisflokkurinn
Stjarna