Þar sem grasið grær
Fyrir norðan
en hálfan tíman
fyrir sunnan sólu
og í nálægð
við tunglið
setjast túnin í dvala,
skipta lit
og skýra sig á ný
með gulum.
En eru liðnir
þungbúnir tímar
með ljósglætu lítilli,
skola þau sig
og fermast vel,
og líða dagar,
og eykst styrkur,
liturinn breytist.
Einu sinni
á hverjum hring,
fyrir norðan,
er þar sem grasið grær.
en hálfan tíman
fyrir sunnan sólu
og í nálægð
við tunglið
setjast túnin í dvala,
skipta lit
og skýra sig á ný
með gulum.
En eru liðnir
þungbúnir tímar
með ljósglætu lítilli,
skola þau sig
og fermast vel,
og líða dagar,
og eykst styrkur,
liturinn breytist.
Einu sinni
á hverjum hring,
fyrir norðan,
er þar sem grasið grær.