Aldrei biður neinn að heilsa!
Það blæs að venju bölvuð norðanáttin
og blásvört skýin raða sér á jötu.
Þá himinn opnast; hellir Guð úr fötu
því Hann á regnið, dýrðina og máttinn..
Á rassinn sest og reyni að horfa á þáttinn
um rannsókn máls í landi vesturþýskra.
Er vindurinn og veggir saman pískra:
"Er Werner sekur?" staulast ég í háttinn.
Tennurnar bursta, tek upp næsta þátt.
Trítla upp stigann, þreyttur, leggst í rúmið.
Vitundin sofnar. Frá vökulöndum ber.
Hrekk upp við dynk sem drepið væri hátt
dyrnar á. Rís upp. Fölur stari í húmið.
Þrastarblóð rennur rauðmyrkt niður gler.
og blásvört skýin raða sér á jötu.
Þá himinn opnast; hellir Guð úr fötu
því Hann á regnið, dýrðina og máttinn..
Á rassinn sest og reyni að horfa á þáttinn
um rannsókn máls í landi vesturþýskra.
Er vindurinn og veggir saman pískra:
"Er Werner sekur?" staulast ég í háttinn.
Tennurnar bursta, tek upp næsta þátt.
Trítla upp stigann, þreyttur, leggst í rúmið.
Vitundin sofnar. Frá vökulöndum ber.
Hrekk upp við dynk sem drepið væri hátt
dyrnar á. Rís upp. Fölur stari í húmið.
Þrastarblóð rennur rauðmyrkt niður gler.
Úr bókinni Ljóð ungra skálda.
Mál og menning, 2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Mál og menning, 2001.
Allur réttur áskilinn höfundi.