Nornin
Óla hrökk upp með andfælum, hafði sofnað út frá sjónvarpinu að venju. Hún var sársvöng enda í enn einum megrunarkúrnum. Magi hennar æpti á eitthvað sætt, helst súkkulaði. Skítt með þessa vonlausu megrun, hugsaði hún ergileg.

Hún nennti ekki út í sjoppu og datt því í hug að vekja Jónsa. Hann var ekki óvanur að sendast fyrir hana þegar sætindafíknin náði tökum á henni. En svo áttaði hún sig á því að komið var fram undir morgun og löngu búið að loka sjoppunni.

Bara að hún þyrði að panta leigubíl og biðja bílstjórann að fara niður á BSÍ til þess að kaupa eitthvað. En stúlkan á stöðinni hafði verið svo dónaleg við hana síðast þegar hún reyndi þetta. Hún hafði spurt hæðnislega hvort bílstjórinn ætti virkilega bara að kaupa eitt súkkulaðistykki.

Óla hafði fokreiðst. Hvern fjandann var þessi glyðra að skipta sér af því hvað bílstjórarnir keyptu fyrir viðskiptavinina?
Henni kom það andskotann ekkert við. Hún hafði hellt sér yfir þessa óforskömmuðu stúlkukind og skellt svo símanum á.

Hún ranglaði fram í eldhús og leitaði í öllum skúffum og skápum en þar var ekkert að finna. Hún var orðin öskuill út í Jónsa.
Hún hafði vonast til að hann hefði keypt súkkulaði. Hann gerði það stundum. Sérstaklega þegar hún var í megrun, þó hann fengi oftast óbótaskammir þegar hún var búin að gleypa í sig góðgætið.

Þú vilt bara að ég sé feit sagði hún þá oftast og brast síðan í grát.
Jónsi vissi ekki lengur hvað sneri upp eða niður þegar kona hans átti í hlut og reyndi því að hegða sér eins og í spilamennsku og segja alltaf pass.

Óla heyrði eittvað þrusk fyrir aftan sig og sperrti eyrun. Þetta var auðvitað Jónsi að koma fram til þess að fá sér eitthvað að éta. það voru fastir liðir eins og venjulega.

Nei, ertu vakandi elskan? tafsaði Jónsi þvoglumæltur þegar andlit hans birtist fyrir hornið á ísskápnum. Ólu fannst þetta svo heimskulega spurt að henni fannst ekki taka því að svara.
Ég er svo svangur, sagði Jónsi. Það eru nú fleiri, hreytti Óla út úr sér.
Jónsi hélt áfram. Það er svo undarlegt hvað ég verð alltaf matlystugur af þessum svefnpillum.

Ég vakna alltaf fyrir allar aldir, svo glorhungraður að ég bara verð að fá mér eitthvað að borða. Óla horfði á bónda sinn. Hann var ekki beint fyrir augað núna. Aðeins á nærbuxunum einum fata sem pokuðu einhvern veginn utan um hann fyrir neðan miðja ístruna og rýran rassinn.

Bakið bogið eftir tugi ára erfiðisvinnu og æðahnútar á fótleggjunum. Til þess að kóróna dýrðina var hann svo vita tannlaus sem gerði það að verkum að nefið virtist enn stærra en venjulega.

Jónsi opnaði ísskápinn og beygði sig niður til þess að ná í mjólkurfernu. Ólu langaði allt í einu til þess að sparka í rassgatið á honum
Eitt þrumuskot og hlaupa svo eins og andskotinn í burtu. En hún sat á sér og hálfskammaðist sín. Var hún virkilega svona vond manneskja? Hugsaði hún skelfd.

Ég er líka að drepast úr hungri, sagði hún lágum rómi. Ha!, svaraði Jónsi með hausinn á kafi inni í ísskápnum. Mig langar svo í súkkulaði, æpti Óla.
Hvað er þetta manneskja? Það er óþarfi að öskra svona! Þú vekur alla í húsinu með þessum látum, sagði Jónsi snöggur upp á lagið um leið og hann hellti mjólk í glas handa sér.

Af hverju keyptirðu ekkert gott handa mér?, vældi Óla ásakandi um leið og Jónsi teygði sig eftir matarkexinu. Hu!, mér datt það ekki í hug, ansaði Jónsi. Þú spikfitnar af því, bætti hann við. Þú átt bara að fá þér mjólk og kex eins og ég, sagði hann rogginn um leið og hann snerist á hæli til þess að fara með bitann sinn upp í rúm.

Ólu langaði mest til að myrða bónda sinn með köldu blóði. Að hann skyldi segja þetta. Hann sem sjálfur var alltof feitur. Honum væri það mátulegt að renna á rassgatið með helvítis mjólkina hugsaði hún í heift sinni.
Í sama bili glopraði Jónsi glasinu út úr höndum sér svo það skall í gólfið svo það mölbrotnaði og innihaldið myndaði stóran poll fyrir framan ísskápinn.

Jónsa varð svo mikið um að honum skrikaði fótur í bleytunni. Hann æpti upp yfir sig um leið og hann missti jafnvægið og lenti á óæðri endanum í miðjum mjólkurpollinum.

Óla starði á Jónsa í forundran þar sem hann sat á gólfinu rennblautur eins og hundur af sundi dreginn, með kexið á floti við hliðina á sér. Svo fór hún að hlægja.

Hún hló tryllingslega og benti á eiginmann sinn. Þetta var gott á þig stundi hún upp á milli hláturrokanna.

Hún hélt áfram að hlægja einkennilega holum hlátri og andlit hennar afskræmdist illskulega svo rétt grillti í gular glyrnur.  
Svava Strandberg
1945 - ...


Ljóð eftir Svövu Strandberg

Sefur sól
Gatan þín.
Egill annar
Kveðja
Emblusaga
Haust
Ertu ekkert að pæla
Næturganga
Sólarkveðja
Jól
Vindurinn
Í hjartagarði
Kisu - vögguvísa
Hausttregi
Nöturheimur
Drakúla!
Ástaróður sælkerans
Nauðg-um-ferðarbrot
Vitfirrt ást
Þess vegna...
Söngkeppni
Vatnadrekinn
Goðsögnin
Logandi bál
Andlit götunnar
Jesúbæn
Strá
Æ sér gjöf til gjalda
Minning
Björkin
Ovirkni
Í ljóssporum daganna
Til þín
Ástin
Fyrirheit
Fláráður fiskur í sjó
Snúðu þér við
Stráið
Tíminn
Uppgjöf
Myndlistarneminn
Gimsteinn
Mæni ég á mánann og á móti blínir hann
Ást
Hannesarhólmi
Vangaveltur yfir sjónvarpsauglýsingu
Lífsbaráttan
Frá fíflum til fífla
Orðspor
Ástarnótt
Á jaðrinum
Mál málanna
Nafnlaust
NÍÐINGURINN
Það er há flóð á himni
Í köldum gír
Ævintýra Orabaunadósin
'Hvað í ósköpunum er hægt að kalla svona ljóð'
Í djúpum skít
Kveðja
Svo færðu mig strax úr þessum skóm!
Bardagi
Ágústnótt
Hamingjan
Skoppakringlan
MANNHATARINN!!!
Vorið
Kreppa
ILMVATNIÐ
Álög
Djákni á deiti
Elsta barnið
Elsta barnið, sönn dæmisaga handa trúlofuðum stúlkum.
Hár-list
Sumardraumur
Hausttregi
Hugarfóstur
Geggjaða glerbúrið
'Allt sem við viljum er réttlæti á jörð'
Flókaský
Bak við bláar dyr
Á enda veraldar
Ég ætla að fá mér kærasta
Á slysavaktinni
Ástardrykkurinn
Gas! Gas!
Grænir fingur
Snaginn
Súr-realismi
Blómadýrðin
Enginn og allir
Bandingi
Sturlun
Sturlun 2
Ég er orðin bæði hölt og heyrnarsljó
Haustvísa
Enginn er sá sami
Enginn er eins
Hann er síðasta sort
Mig langar
Gleðin og sorgin
Sorg og gleði
Mengun
Ilmurinn
Endurfæðingin
Kæra Zoa!
Lítill drengur
Lýgur hann??
í ljóssporum daganna
Náinn
Sæla nótt
Manstu
Krepplingarnir frá Fjallkonunni
Ég hugsa...
Hann Sigurð Þór Guðjónsson (Lag Lily Marlene)
Smáfugla kreppan
Skermurinn
Hamingjan 2
Með höfgu tári
Meðan jörðin hrýtur
Nornin
Tilveru streddirí
Sorg kóngsonarins
Uppsprettan
Haustblóm
Sannasta gleðin
Gagg-rýnandinn
Drungaský
Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
Ljós í vasa
Fæðingin
Eins og helsært dýr
Ó.R.G.
Dagurinn
Fyrsti þáttur
Ísland
Augu þín eru full tortryggni sonur minn
GUÐ BLESSI ÍSLAND!!
Ég er hræddur!
Í myrku hjarta
Í brjósti mér...
Hefndir við hæfi
Lítil blóm
Hann er...
Búðu mér ból í faðmi þínum
Rósin við veginn
Í Breiðholti
Veikt barn
Þú ert lítill...
Sjálfsmyndin.
Ég er svona frekar fúl
Hugsunaristinn
Ég fann fyrir hans...
Getur nokkur beðið um meira?
Stórt og mikið
Tító, kisinn minn
Gleði og sorg
Jóla spenna
Fortíð og framtíð
Í Sam/fara/túni
Sprang
Helvítis Ikea
Vetrarljóð
Söknuður
Ég kem til dyranna
Það er...
Systur
Öskuský
Mikið er ég á móti...
Móður ó mynd
Helmingar
Guð gefi...
Æ mér leiðist svo eitthvað!
Um ágæti þess að vera í ermalausu
Lítil strá
Krafturinn
Hrímrósir
Haustljóð
Boðskapur kirkjunnar
Faðmur þinn
Gamanyrði og gleði
Sigurður Þór Guðjónsson
Dáðavísa
Mér er óglatt af ást
Þótt þú takir lífinu létt...
Er það nokkuð undarlegt ...
Sjálfslýsing
Sam-fara-hlífar
Hugsaðu fram á við
Óráðs- síu- vísu-leir
Langa ekki að vera til
Ást á listsýningu
Ég mun fagna þér
Ást
Nótt
Lífgjöfin launuð
Hirosima númer tvö
Dagurinn
Belja á svelli
Sjálfsmynd mín er vasi
Upplifun
Hugsaðu fram á við
Rokrassagat
Yfirlýsing
Punktar
Fjarlægð
Augnablik
Söngvarinn
Sofðu litla ljónið mitt
Ég var rekin útaf
Erla, góða Erla...
Vertu þess viss...
Besta gjöfin Guði frá
Ég sit hér ein...
Þetta eru fífl
Þá komu jólin
Ódýr lausn hins huglausa til sjálfsvígs
Almyrkvi
Ljósið í myrkrinu
Í niðmyrkum draumi
Ástarnótt
'Vertu Guð faðir, faðir minn'
Sjálfsmynd mín er vasi
Gleðileg jól
í gegnum tíðina
Nýtt ár
Illska mannanna
Tíminn
Muntu elska mig enn á morgun?
Skín í gegnum tárin
Sjáfur sé
Síður sé
Ævintýrin í Ora baunadósinni.
Hvíldarþrá
Í humátt
Í humátt
Frá öðrum til eins
Að skrúfa upp dimmerinn
Hápunktur hamingjunnar
Hárkúlan
Litil blóm
Vindurinn
Sjálfssvígið
Ekta eða ekki ekta, þar er efinn.
Fingurinn
Einkennilega lúin
Ruslaralega borg
Ástin sem sáði þeim
Þitt eina ráð
Álög
Hvaða máli skiptir allt
Að skera eða ekki skera?
Æ skal gjöf til gjalda
Á mörkunum
Fyrirheit
Hausttregi
?
Reiði
Fyrirgefðu
Fullt tungl
Haust .
Haust .
Reiði
Ekkert mál
Alheimsmynd.
Guð sér allt
Myndhverfingar
Dagarnir
Fingurinn
Systra stapar
Svartnætti
Ástarvíma
Villti fuglinn
Óður til rósarinnar
Allt í kringum jörðina
Ómerkt gröf
Litlu sprotarnir
Skuldabætur
Djúpið
Húsið
Örlaganótt
Í sjöunda himni
Óskastund
Gamli maðurinn og hjartað
Blaktandi skar
Ástríða
Ég er
Auga Guðs vakir
Endurfæðingin
Tímar hafa liðið
Heimaey
Ókindin
Ský
Ský á auga
Túlípanfífl -armir
Myrkraverk á bak við tjöldin
Hugarfóstur
Rós
Gluggans-gler
Fyrir óralöngu..
Í brjóstlíkneski af mér
Nótt
Sjálfsmynd í svörtu
Þú varst...
Snjóhvít klæði svört sól
Í fjötrum
Augun þín
Ást í meinum
Ef ég aðeins...
Í þokkafullum dansi
Sólarlagið
Gegnum eilífð
Tímamót
Krafturinn
Hugsanagangur
Gildran
Stjarnan
Nú verða sagðar geðfregnir
Ást mín
Staurþursar
Aldnar einn mun sjá
Manstu
Óður innikattarins
Lítill drengur
Von
Örkin
Dimmt er yfir rúminu mínu
Herm þú mér
Huggun
Fölleit sefur sól
Dreyri af rauðum rósunum
Vor við Tjörnina
Til þín
Óður innikattarins
Einmitt þá...
Enn í huga mér
Nonni
Missir
Dimma, sorgarljóð um litla svarta kisu.
Ætti ég að slást í hópinn?
Fjólubláhvítar englablökur
EKKI OKKAR SÖK
Lýgur hann?
Horfðu upp
Nafnið
Opinberunin