

mánaskinið
speglaðist á sléttri
tjörninni
og ælan myndaði
gárur
manstu?
fegurðin dropaði af þér
er þú klóraðir úr mér augun
og við sungum
ó hvað við sungum
meðan draumarnir
urðu bálkestinum
að bráð
manstu?
hvað flaskan
tæmdist fljótt
og glóran með
og við dönsuðum
við fiðluleik ljámannsins?
æ mig verkjar
í hjartað
og eilítið
í lifrina
þegar ég hugsa
til tín
því ég man
ég man
hve fallega
sálunum
blæddi
út
er skuggarnir
tóku að styttast
manst þú?
speglaðist á sléttri
tjörninni
og ælan myndaði
gárur
manstu?
fegurðin dropaði af þér
er þú klóraðir úr mér augun
og við sungum
ó hvað við sungum
meðan draumarnir
urðu bálkestinum
að bráð
manstu?
hvað flaskan
tæmdist fljótt
og glóran með
og við dönsuðum
við fiðluleik ljámannsins?
æ mig verkjar
í hjartað
og eilítið
í lifrina
þegar ég hugsa
til tín
því ég man
ég man
hve fallega
sálunum
blæddi
út
er skuggarnir
tóku að styttast
manst þú?
Samið í okt. 2009