Næturgyðja
Næturgyðja um norðurskaut,
sem nýútsprungin rós í laut,
sjá vindur hlýr á vorri braut
og vorið henni ann.
Með lóukvaki og lækjarnið
þá ljúfust boðar öllum frið:
Hún fegurst blóma fjallaskraut
og fangar líka mann.
Í drauma mína drottning sótt,
hún dásamleg þó hverfur skjótt
og fagurt aftur verður ljótt
í villu saklaus leidd.
Þó guggnuð sé og gleðisnauð,
og grátin, sálin löngu dauð:
Hún ástmey mín í eina nótt,
með afborgunum greidd.
sem nýútsprungin rós í laut,
sjá vindur hlýr á vorri braut
og vorið henni ann.
Með lóukvaki og lækjarnið
þá ljúfust boðar öllum frið:
Hún fegurst blóma fjallaskraut
og fangar líka mann.
Í drauma mína drottning sótt,
hún dásamleg þó hverfur skjótt
og fagurt aftur verður ljótt
í villu saklaus leidd.
Þó guggnuð sé og gleðisnauð,
og grátin, sálin löngu dauð:
Hún ástmey mín í eina nótt,
með afborgunum greidd.