Stöku staka
Heimspekinnar höfuðdyggð:
Heldri manna efinn
Eins og gæska eða tryggð:
Ekki öllum gefinn.
--
Grænir steinar gleði fá
gylltum klæðum fínum.
Brúnu augun birtu ljá
bláu vinum sínum.
--
Æskuglóð og eldur bið
að aldrei megi linna,
því ljóðin mín þau lifna við
í ljóma augna þinna
--
Bærinn þegar blunda fer
og blómin sofa rótt
Vinur mig á vængjum ber
um vorsins ljúfu nótt
--
Dýrir steinar, djásnið heitt
döprum gætu í leynum,
yndi gefið, illsku eytt,
ef augu væru úr steinum.
--
Vita máttu, vel ég þér
vil ó góði besti.
Elska heitt og una mér
við alla þína lesti.  
Embla Rún
1986 - ...


Ljóð eftir Emblu Rún

Næturgyðja
Hringhendur
Stöku staka
Svona eru jólin...
Ástarjátning
Sprengjuregn