Lokin
Rákin í hellunni
skilur allt að
Þú bræðir mitt hjarta
undrum eins þú skerð það í spað

Safna upp orðum
og hnýti einn hnút
Reyni hugsun frá að hverfa
Umkringd nokkrum vörðum
sprungan komin
dreg band til baka
með engan björgunarkút

Í lestningu raða ég framtíðinni upp
ekki undirbúin, með brauðið ósmurt
Get ekki ýtt þér fram á frosið bjarg
að innan stundum skelf
og fel það sama garg

Ég set hér með strik
og held áfram blátt og stöðugt
Brennum okkar tilfinningar
eða sundrumst burt öfugt

Nýtir þér óstyrk, en eigi kveður
áhyggjum og böðli enn á mig treður
Ó forfeður, forfeður!
hann helminginn af mér tefur

 
Aldís Sigurðardóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Aldísi Sigurðardóttur

Lokin
Hinar æðri gættir
Ólifnaður
Líður að þinni för