Hinar æðri gættir
Nokkuð rökkur í dagsins önn
Enginn kökkur, tilfinningabönn
Hræðsla! bræðsla, vek mig upp!
hvar er sjálfið? ...það er flutt

Ég labba um í hringi
og stoltinu kyngi
finn ei fyrir röddinni,
þótt líkaminn syngi

Líkamsþættirnir áttavilltir
heilavöðvar sundur tættir
Hvenær koma æðri mættir
Ég smíða hlið
og sé þá við hurðagættir  
Aldís Sigurðardóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Aldísi Sigurðardóttur

Lokin
Hinar æðri gættir
Ólifnaður
Líður að þinni för