Sprengjuregn
Þvert um heiminn englar þér óska friðar,
öðrum að þjáningar endi fljótt,
því hvergi mæður nú sofa rótt.
Dæmda fólkið drottni sér biður griðar,
megi það allt deyja skjótt,
dátarnir gráta hverja nótt.

Rignir sprengjum svo rennur blóð í straumum,
rósir gráta byggð og ból,
rænt frá þeim er bjartri sól:
Liljum ungum er fundu líkn í draumum.  
Embla Rún
1986 - ...


Ljóð eftir Emblu Rún

Næturgyðja
Hringhendur
Stöku staka
Svona eru jólin...
Ástarjátning
Sprengjuregn