Norðurhugar
Snjórinn féll niður á sumardegi. Það hafði aldrei verið algeng sjón í Evrópu, en annað mál gilti um eyjuna við norður heimskautsbaug. Þar var fólkið vant alls kyns veðri og lét sér ekki bregða þó það gerði smá slyddu í júlí. Bændur jafnvel glottu út um annað munnvikið, enda guðirnir þekktir fyrir sinn svarta húmor. Að flytja af eyjunni litlu var ekki einu sinni valkostur, hér fæddust þeir, og hér skyldu þeir deyja, enda var þetta lífið sem þeim hafði verið úthlutað. Eflaust væri nóg um sól í himnaríki og því um að gera að bíða síns tíma.  
Fanney Hólmfríður
1985 - ...


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál