Hellisbúinn
Í dumbrauðum helli slær vera á trumbur.
Búmm, búmm.
Umkringd holdi, beinum og allskonar túbum.
Búmm, búmm.
Hún stanslaust á trumburnar ber.
Búmm, búmm.
Og aldrei úr hellinum fer.
Búmm, búmm.
Nærist á mannablóði.
Búmm, búmm.
Espist af ástaróði.
Búmm, búmm, búmm.
Hún manísk skepna er.  
Fanney Hólmfríður
1985 - ...


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál