

Hér
á ég heima
Þar sem vindhviðurnar
grípa mann
og fleygja manni
eitthvað út í buskann
Hér
á ég heima
Þar sem veðrin
fara hamförum
Hvar skyldi hún búa þessi
komin með hreim
stafar nafnið sitt á útlensku
Best að blása henni
eitthvað út í buskann
kannski á hún einmitt
heima þar
á ég heima
Þar sem vindhviðurnar
grípa mann
og fleygja manni
eitthvað út í buskann
Hér
á ég heima
Þar sem veðrin
fara hamförum
Hvar skyldi hún búa þessi
komin með hreim
stafar nafnið sitt á útlensku
Best að blása henni
eitthvað út í buskann
kannski á hún einmitt
heima þar