Hamingjan
Við litla borðið heima
sitjum við saman
minnumst liðinna daga
tölum um líf, vini og vinkonur
hlæjum saklausum hlátri
skoðum ljóð saman, þú og ég
leitum að orðum og tilfinningu
Stundin nemur staðar
ég gríp í hamingjuna
hætti að spá í framtið
þegi og anda djúpt að mér
ljúffenga loftinu
sem við deilum, þú og ég
Ég næ í skottið á hamingjunni
sitjum við saman
minnumst liðinna daga
tölum um líf, vini og vinkonur
hlæjum saklausum hlátri
skoðum ljóð saman, þú og ég
leitum að orðum og tilfinningu
Stundin nemur staðar
ég gríp í hamingjuna
hætti að spá í framtið
þegi og anda djúpt að mér
ljúffenga loftinu
sem við deilum, þú og ég
Ég næ í skottið á hamingjunni