Leyndarmál
Í svörtum steini býr leyndarmál,
um svöðursár og hjartabál.
Með rúnum ritað djúpt,
ristað meitlað gljúpt.
Svört er sorg í steini fornum,
seiðstafir úr heimi horfnum,
elta uppi hvern þann gest,
sem einmana við steininn sest.
Í svörtum steini býr viskuleynd,
þar sjálf er sagan grafin gleymd.
Sem töfrarún og táknagaldur,
týnt og læst um allan aldur.
um svöðursár og hjartabál.
Með rúnum ritað djúpt,
ristað meitlað gljúpt.
Svört er sorg í steini fornum,
seiðstafir úr heimi horfnum,
elta uppi hvern þann gest,
sem einmana við steininn sest.
Í svörtum steini býr viskuleynd,
þar sjálf er sagan grafin gleymd.
Sem töfrarún og táknagaldur,
týnt og læst um allan aldur.