Leyndarmál
Í svörtum steini býr leyndarmál,
um svöðursár og hjartabál.
Með rúnum ritað djúpt,
ristað meitlað gljúpt.

Svört er sorg í steini fornum,
seiðstafir úr heimi horfnum,
elta uppi hvern þann gest,
sem einmana við steininn sest.

Í svörtum steini býr viskuleynd,
þar sjálf er sagan grafin gleymd.
Sem töfrarún og táknagaldur,
týnt og læst um allan aldur.
 
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung