

Nyrsti haugur á heljarslóð,
hlaðið tákn um jarðarris,
klungur og klettakögur.
Frostveðrað fokfennt steinahlóð,
föru mína skelfa slys
myrkur og munnmælasögur.
Gamla varða á vegaslóð,
vísa mér heim þú fegurst dys,
svo þrautgóð og þokufögur.
hlaðið tákn um jarðarris,
klungur og klettakögur.
Frostveðrað fokfennt steinahlóð,
föru mína skelfa slys
myrkur og munnmælasögur.
Gamla varða á vegaslóð,
vísa mér heim þú fegurst dys,
svo þrautgóð og þokufögur.