

Skjannahvítir
sumarhagar
í miðjum, áætluðum blómatíma lífskeiðs.
Fótspor ganga í bylgjum
yfir blómlegar fjallshlíðar
sem liggja í dvala.
Um drykklanga stund
í móki hugsanaleysis
mótast ný fótspor
er sameinast hinum eldri
í mjúkri fönn
lífsvetrarins.
Feðgar
hönd í hönd
ganga inn í vorblíðuna.
sumarhagar
í miðjum, áætluðum blómatíma lífskeiðs.
Fótspor ganga í bylgjum
yfir blómlegar fjallshlíðar
sem liggja í dvala.
Um drykklanga stund
í móki hugsanaleysis
mótast ný fótspor
er sameinast hinum eldri
í mjúkri fönn
lífsvetrarins.
Feðgar
hönd í hönd
ganga inn í vorblíðuna.