

í rúminu liggur hún látin
lætur ei á sér bæra
í myrkrinu dapur er dátinn
drunginn er´ann að æra
blóði drifinn drengurinn
dregur hníf úr maga
illa farinn fengurinn
fljótt nú þarf að saga
fjötraður í forna hlekki
fallni dátinn grætur
vonar að vofurnar ekki
vekji sig um nætur
lætur ei á sér bæra
í myrkrinu dapur er dátinn
drunginn er´ann að æra
blóði drifinn drengurinn
dregur hníf úr maga
illa farinn fengurinn
fljótt nú þarf að saga
fjötraður í forna hlekki
fallni dátinn grætur
vonar að vofurnar ekki
vekji sig um nætur
Dátinn 2002 - úr bókinni svarta á hvítu (2003)