Stjórnlaus kátína
STJÓRNLAUS KÁTÍNA

Gefðu þér tíma,
til að eftirláta eðlislægri kátínu þinni
að skondrast inn í þéttan skóg alvörunnar,
til að glettast, skoppa og ærslast þar til hlátrasköllin hendast á milli
trjástofnanna, langt upp í krónur þeirra.

Leyfðu glaðværð þinni að berast
yfir trjátoppunum, áfram með næðingnum
að hvössum vindum fjallsbrúnanna,
þeytast langt upp með vindorkunni,
hlæja sig máttlausa á svifi,
hátt upp í lagskiptum lofthjúpunum,
stjórnlaus og frjáls hátt í heiðkvikunni.
Þar til hún loks berst til þín aftur
með snúningi jarðar úrvinda og hamingjusöm.

Gefðu þér tíma til að gleðjast.  
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung